Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2022 | 20:10
Bleiki fíllinn
Það er með þennan bleika fíl. Svo dásamlegt fyrirbæri
Nú er eins og alþjóð veit og gott betur mikil vitundavakning og opnari umræður um ofbeldismál, af hvers lags toga þau eru. Sem eg fagna trúið mér þeir eru víða og þörfin á tjáningu er mikil
En það er bleikinn fíllinn í herberginu, það sem mjög fáir tala um.
Ætlið þið að reyna að segja mér það að þeir í Dúndurfréttum og Buff-inu hafi ekki vitað hvernig hann Pétur hafi verið búinn að haga sér? Að þeir í raun hafi í öll þessi ár verið í sjúklegri gerendameðvirkni, eins ógeðslegt og það er!
Eins með Ingó veðurguð, ógeðsleg meðvirknisþöggun og meðvirkni þar
Nú er ég í nokkrum hópum á Facecbook sem tengjast ofbeldi og mér finnst virkilega algengt að fólk komi inn nafnlaust og nafngreini ekki gerandann, en eru svo ótrúlega hugrökk að ná að tjá sig um það sem þau hafa lent í. Ég veit það sjálf að það er ekki auðvelt að tjá sig um það og hvað þá nafngreina, það er hægara sagt en gert. En ég er samt alveg komin þangað að segja, hverjum erum við að gera greiða með því að nafngreina ekki? Fólk inná þessum grúbbum biðja um hvísl, ss að fá að vita hver þetta er. Erum við ekki ennþá komin þangað að geta nafngreint? Oftar en ekki er það ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi "lætur til skarar skríða" og þyrfti jafnvel bara að stoppa! En það er ekki gert, m.a vegna þess að viðkomandi hefur haft í hótunum og þess háttar við fórnarlömb sín og þau því jafnvel kúguð til að halda kjafti að það hafi verið brotið á þeim og tala jafnvel aldrei um það, og það er þetta sem er að drepa fólk, ekki bara fíkniefni og klíkur, heldur líka þöggunin! Fólk er neytt til að þegja, það étur það að innan og það tekur sitt eigið líf, eða fer í þannig líferni að það lætur lífið
Ég veit það líka að eigin raun að þú vaknar ekki einn daginn og ákveður að verða fíkill eða alkóhólisti, en þú líka lendir ekki bara í því að fá þér sígarettu eða reykja gras, þú hefur alltaf val!
Að gefnu tilefni enda ég þetta á hefðbundinn hátt
"Það er ekkert grín að vera til"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2022 | 10:31
Að bera viðingu fyrir skoðunum annarra
Að bera virðingu fyrir skoðunum annarra er eitthvað sem ekki er öllum í blóð borið.
Fólk agnúast út í aðra sem ekki hafa sömu skoðanir og það sjálft og reynir oft á tíðum að reyna að snúa því til þess að hafa "rétta" skoðun.
Svoleiðis fólk, fíla ég ekki
Ég hef stundum, eiginlega frekar oft skoðanir sem að ekki eru vinsælar og ég hef alveg fengið athugasemdir við það og það hefur m.a.s. gengið það langt að það er farið að bendla mig við pólitískar skoðanir foreldra minna, sem er í flestum tilfellum ekkert að marka.
Ég geri samt ekki út á að að vera alltaf á móti, bara til að vera á móti. Ég hef bara sterka réttlætiskennd. Ég ber virðingu fyrir skoðunum annara og er þó ég segi sjálf frá frekar góð með það. Ég á ekki, frekar en aðrir að þurfa að réttlæta skoðanir mínar
"Verum bara sammála um að vera ósammála"
Ég til dæmis er ekki á móti vindmyllum hvort sem það er í minni heimabyggð eða annarsstaðar. Þessi flokkur verður tekin fyrir í öðrum komandi pistlum og því ekki nánar farið í það hér.
Eins er ég ekki aðdáandi Eddu Falak, mér er alveg sama hvað hún hefur gert vel og opnað á mjög þarft málefni, þá bara er hún ekki minn kaffibolli.
Það er svo margt annað, sem ég hef skoðun á. Reyndar hellingur sem ég hef skoðun á. Ég annað hvort hef tekið ákvörðun að tjá mig ekki opinberlega um það eða tjái mig þannig um það að ég geti borið virðingu fyrir öðrum skoðunum tengdu viðkomandi málefni. Ég reyni sjálf eftir fremsta megni að hafa ekki skoðanir á einhverju sem ég hef ekki vit á, eða þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Mér leiðist fólk sem talar með rassgatinu, um eitthvað sem það hefur ekkert vit á.
Ef ég get borið virðingu fyrir skoðunum annara, þá ættir þú að geta það líka!
Þín skoðun er ekki alltaf rétt, ekki mín heldur!
"Það er ekkert grín að vera til"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)